Misgóðar móttökur.

Ég heimsótti bróður minn í New York sumarið 2001. Mjög ánægjulegt sem mun lengi í minnum haft. Andrúmsloftið á JFK flugvelli þannig að ég var boðinn velkominn til Ameríku. Sömuleiðis var það við brottför til Keflavíkur. Með brosi á vör vísað þangað sem ég skyldi halda.

Önnur heimsókn í mars 2006. Allt annað andrúmsloft mengað af tortryggni, gegnumlýstur, tekin fingrför og andlitsmynd eftir rækilegt tékk á farangri. Sama kaosið við brottför. Hver og einn rannsakaður vel við brottför með tortryggni. Skiljanlega þó í ljósi hryðjuverkaárásanna í september 2001.

Ég skil ríkisstjórn USA vel eftir hremmingarnar í ágúst 2001. En það má líka sýna gestum þangað frá þeim vinveittum ríkjum minni tortryggni.

Bandaríkjamenn fá góðar móttökur hér sem er hið besta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband