22.3.2012 | 00:00
Gamla Ísland.
Sífellt er tafsað um "Hið nýja Ísland".
En hvað er nýtt við það? Í mínum huga er "nýja Ísland" einkavæðing bankanna og annarra ríkisfyrirtækja upp á hundruð milljarða, skrifað upp á krít með krosstengslum hér og þar, örfáir léku sér með fé sem þeir áttu ekkert í og borguðu aldrei til baka, við sitjum uppi með peningaaula og verkleysi vanhæfra stjórnvalda þess tíma sem og þeirra dugleysingja sem í afneitun höfðust ekkert að og voru á þeysingsspretti um veröld víða að segja hvað allt væri svo æðislega gott hér! Þetta er hið nýja Ísland sem hófst um aldamótin.
Ég vil hið gamla Ísland eins og ég upplifði það. Eftir fullveldis- og síðar lýðveldistöku hófst mesta framfararskeið frá landnámi. Fengum eigin gjaldmiðil um 1920, sem að vísu hefur þurft að þola meðferð óstöðugs atvinnulífs fyrri tíma og kolvitlausra valdhafa nú og síðar.
Ég vil gamla Ísland sem er ekki í nánd við það nýja. Ég vil sjá það sem foreldar mínir og þau sem á undan komu gerðu að veruleika.
Það er í eðli Íslendinga að standa í skilum, skila hverri einustu krónu til baka sem skilað var eða keypt fyrir.
Gamla Ísland stóð uppi af heiðarlegu og vinnusamlegu fólki sem mátti ekki vamm sitt vita, gamla bændasamfélagið kenndi mér það.
Í dag er það að þú færð ekkert upp á krít öðruvísi en á okurvöxtum með fullri tryggingu verðs og ofurvöxtum að auki.
Má ég heldur biðja um gamla Ísland?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.