Afleitur Kastljósmaður.

Mikið var Helgi Seljan afleitur og slakur í viðtali hans við Þór Saari vegna skrifa þess síðarnefnda um ofbeldisverk sem má rekja til efnahagsástandsins í dag.

Þór var skilmerkilegur og svaraði undanbragðalaust, þ.e. ef ekki hefðu komið til frammígrip og gaspur Helga Seljan þannig að í miðri setningu var Þór Saari ekki gert kleift að svara á fullnægjandi hátt.

Sem áhorfanda Sjónvarps var mér misboðið. Mér sem og fleirum er gert að greiða 17000 kr. í RÚV árlega hvort sem mér líkar betur eða verr, en þarna fékk Samfylkingargosinn að vaða áfram í ófyrirleitni sinni.

Mér, Framsóknarmanninum var misboðið en óska Þór Saari til hamingju með góða frammistöðu þrátt fyrir að við ramman reip Samfylkingar væri að draga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband