3.3.2012 | 02:32
Framboð hverra?
Hin og þessi framboð líta dagsins ljós. Síðast var að Samstaða Lilju Mósesdóttur væri í uppnámi vegna þess að "Siggi stormur", annar varaframjóðenda hefði hrökklast upp af standinum og farinn veg allrar veraldar.
Svo ætlar Ástþór Magnússon eina ferðina enn að bjóða sig fram til forseta. Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma eða er þetta árátta og þráhyggja?
Framboð til forseta og Alþingis er ekki neitt að hafa gaman af né það að hafa þjóðina að fíflum. Við kjósendur erum meira virði en það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.