Meginskylda RÚV.

Aðfararnótt 1. mars kom jarðskjálfti. Frekar vægur en ekkert að marka, hvar voru upptökin? Um hálftíma síðar reið yfir annar og það talsvert öflugri.

Allan tímann þagði RÚV. Maður rétt vonaði að upptökin, miðað við styrkleika skjálftanna, að þau væru sem næst okkur í Reykjavík og grennd, því að því lengra sem þau væru, þeim mun meiri hætta á tjóni, slysum og jafnvel manslífum.

Loksins á hefðbundnum fréttatíma skýrði RÚV frá að skjálftarnir væru við Helgafell, nálægt Hafnarfirði.

RÚV er stöð allra landsmanna sem heimtar um 17000 kr á hvert mannsbarn 17 ára og eldra.

Er til of mikils mælst að það skýri jafnóðum frá fréttum sem kunna að valda einhverjum ugg og áhyggjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband