21.2.2012 | 22:24
Hverjum heyrir ábyrgðin til?
Að gera fólki illkleyft eða ókleyft að verða sér úti um og halda frumþörfum sínum, að hafa í sig og á sem og að eiga heimili sín óáreitt er beinlínis glæpur gegn því sem viðkomandi stjórnvöld þurfa að svara fyrir og sækja til saka.
Það er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að leita til hjálparstofnana í ölmusu eftir fæði og klæðum. Það er heldur ekki ásættanlegt að fólk sem í góðri trú og trausti á banka og önnur fjármagnsfyrirtæki skuli þurfa að heyja baráttu upp á líf og dauða til að halda þaki sínu yfir höfuðið eftir að sömu bankar og fjámagnsfyrirtæki reyndust hafa beitt fagurgala og tálsýnum á sandi byggð.
Það er ekki ásættanlegt að stjórnvöld sigi þessum sömu fyrirtækjum á þetta sama fólk, og það þvert ofan í loforð þeirra sjálfra með fyrirheitum um "skjaldborg"! Ástæðan: Hræðsla við erlenda kröfuhafa og vogunarsjóði!
Það er heldur ekki ásættanlegt að sömu bankar haldi leiguverði í hæstu hæðum. Fólk greiðir leigu langt umfram sanngirni. Það er ekki ásættanlegt að félagsþjónustur haldi líka leigu á íbúðum sínum langt fyrir ofan getu þannig að til er fólk sem er á vergangi og sefur í kjallaratröppum, strætóskýlum og bekkjum í almenningsgörðum. Þetta viðgengst í henni Reykjavík.
Stjórnvöldum sem seldu skuldabréf í okkar nafni til útlendra fjárglæpamanna á hálfvirði sem aftur innheimta skuldara á fullvirði skal stefnt fyrir lög og dóm og taka á sig afleiðingar gjörða sinna.
Það verður í öllu falli kosið til Alþingis á næsta ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.