Landráð.

Ríkisstjórnin tók við arfaslæmu búi. Svo slæmu að líklega er ekki hægt að jafna við frá og um aldamótin 1900.

En engin ríkisstjórn hefur brugðist svo svakalega eins og ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gert. Gefið loforð um að ekki verði gengið að fólki í greiðsluvandræðum, ekki skuli almenningur gjalda fyrir glæpi fjármagnsaflanna og fleira í þeim dúr. Allt svikið á svívirðilegan hátt.

Skemmst að segja, þá hefur þessi stjórn sigað vogunarsjóðaglæpahyski á heimili þjóðarinnar, ætlað henni að borga fyrir icesavekrimmapakkið, leyft verðbólgunni að leika lausum hala í formi verðtryggingar með tilheyrandi hörmungum og jafnvel haft í hótunum við fólkið sem alvöru ríkisstjórn á að vera í forsvari fyrir. Þetta á að heita VINSTRI stjórn.

Ríkisstjórnin núverandi hefur gert sig seka um glæpi gegn þjóðinni. Því skal hún verða sótt til saka og gert að svara fyrir illgjörðir sínar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband